top of page

Myndböndin mín 

Mynd tekin vorið 2016 við Björgvin að vinna að upptöku fyrir goslok 2016

Á vormánuðum 2016 arkaði ég einn af stað til Eyja til að undirbúa kynninguna mína  á verkefninu sem fram fór um goslokahátíð sama ár , ég var nefnilega ekkert spenntur fyrir því að halda ræðu 
Ákvað því að taka upp myndband í staðinn og spila í kynningunni. 
Tók það upp á þremur stöðum, upp á hrauni með bæinn í bakið ,  á Neðri Kleifum og svo neðst  við göngustíginn upp á Klif. 
 Mæli ekki með þvi að vera án aðstoðarmanns í svona verki , var þó heppinn að  Björgvin Agnarsson meistaranemi við HÍ var í Eyjum og kom með mér á síðasta tökustað Neðri Kleifar 
 Ég gat ekkert notað það sem tekið var á hrauninu svo efnið sem ég er með úr þessari ferð er bara tekið á hinum tveim tökustöðunum 
  Ég sýndi aðeins lengri útgáfu á goslokum fyrir fullu húsi vel á annað hundrað manns mættu (102) , ég þurfti samt að halda ræðu .
Ásamt mér komu fram á goslokunum og töluðum um verkefnið ,  Helga Hallbergsdóttir og Björgvin Agnarsson 
 
Ég skipti þessu myndbandi í þrennt :
 1. Hugrenningar tengdar verkefninu

 2. Tvær stuttar sögur (Lilja Tómasdóttir og Guðrún Erlings)

3. Upprifjun sem móðir mín Þóra Sigurjónsdóttir  tók saman 2009

Síðan eru nokkur myndbönd sem ég á og tengi gosinu á einn eða annan hátt 
 

1. Hugrenningar tengdar verkefninu

2. Tvær stuttar sögur (Lilja Tómasdóttir og Guðrún Erlings)

3. Upprifjun sem móðir mín

Þóra Sigurjónsdóttir  tók saman 2009

Haförninn var elsti báturinn sem sigldi með farþega gosnóttina, eftir því sem ég kemst næst, hér fylgjumst við með þegar hann er kvaddur 

Jón Berg Halldórsson skipstjóri rifjaði upp gosið á goskaffinu hjá Á.T.V.R
hér er upptaka frá því 

Á goslokum 2003 bauð Rauði krossinn okkur sem fórum til Noregs í smá kaffisopa 

Við bræður vorum á ferðalagi um norðurlandið þegar við hittum bræðurna og kokkana Jónas og Valgeir .

Þeir unnu í Eyjum  sem kokkar í gosinu. Ég náði smá spjalli á band 

Goslokalag 2016 Brekkan sýngur 
fékk að nota video frá Matthíasi Óskarsyni bróðir mínum við lagið

Minning um mann , Logar taka lagið  við leiði Gölla Valda. 
í byrjun má sjá einn hljómsveitar meðlim borinn á börum út kirkjugarðinum (2008)

2017 var Guðrún Erlingsdóttir með samtal milli kynslóða , hér er spjall úr sal 

Dramatísk útgáfa af farþegalistanum 

bottom of page