1973-Allir í bátana
Pelsinn og hvíti kötturinn.
Af hverju vildi Einar læknir ekki fá köttinn sinn ?
Hér eru klippur settar saman úr viðtalsþætti sem var á Stöð 2 23.1.1988
valdi ég þau augnablik sem Unnur var með orðið , hér talar hún um hvar hún var þegar gos hófst , pels vinkonu hennar sem kom að góðum notum í sjó ferðinni og köttinn hans Einars læknis
Myndbandið
Ástæða þess að ég set þetta hér inn er að okkur hefur ekki tekist að finna út með hvaða bát Unnur fór , hún segir þarna í viðtalinu að maðurinn hennar hafi verið í eyjunm þegar gos hófst en tekur ekki fram hvort hann hafi farið með henni uppá land um nóttina . Kannski man einhver eftir henni um borð í þeim bát sem hún fór með um nóttina .
Ágústa Óskarsdóttir segir að að foreldtar hennar sem bjuggu að Sólhlíð 3 og barnabarn hafi farið með sama bát og Unnur Guðjónsdóttir . ef við náum að skrá Unni eða fjölsylduna á sólhlíð 3 þá getum við sett þau saman í bát
Fór Sigfús með þeim eða varð hann eftir?
Óskar Gíslason f. 1913 Sólhlíð 3
Lára Ágústsdóttir f.1912 Sólhlíð 3
Lára Sigríður Minner f.1965 Sólhlíð 3
Unnur Guðjónsdóttir f.1913 Heiðarveg 35
Sigfús Sveinsson f.1916 Heiðarveg 35
Unnur Ragnheiður Sigurjónsdóttir f.1965 Heiðarveg 35